HVAÐ ÖÐLINGURINN 2011 er árverknisátak í þágu jafnréttis. HVENÆR Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar 2011). HVERNIG Þrjátíu Öðlingar munu skrifa pistil undir formerkjum jafnréttis, sem verða birtir daglega á visir.is á meðan átakinu stendur. Markmið Öðlingsins 2011 er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi.
HVERS VEGNA Röksemdafærslan fyrir því að einungis
karlmenn voru beðnir um að skrifa áðurnefnda pistla er sú að raddir kvenna hafa verið sterkari
en raddir karla í umræðunni um kynbundið misrétti. Öðlingsátakið er því tilraun til að rétta
hlut karla og ljá þeim rödd - ekki síst til að sýna að allir eru velkomnir í umræðuna um þetta
mikilvæga málefni.
Finndu öðlinginn í þér og styrktu gott málefni!
|
![]()
Ég vil kaupa bókina á:
|
UM BÓKINA Kaupir þú Á mannamáli hér á síðunni
styrkir þú um leið Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Ef þú kaupir bókina á lágmarksverði (3000 kr.)
renna 1000 krónur til Neyðarmóttökunnar; sé hún keypt á 5000 kr. nemur styrkurinn 3000 krónum
o.s.frv. Hámarksverð er undir þér komið. HVERJIR Öðlingar ársins eru úr röðum rithöfunda, feðra, slagorðasmiða, plötusnúða, leikskólakennara, tónlistarmanna, sjómanna, heimspekinga, nema, unglinga, viðskiptafræðinga, leikara, presta, guðfræðinga, leikstjóra, dagskrárgerðarmanna, skálda og líkamsræktarþjálfara, svo dæmi séu nefnd. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |